Um Atelier Agency

Umboðsskrifstofan heitir Atelier Agency en orðið ,,atelier" þýðir vinnustofa á frönsku en oft notað yfir rými þar sem listafólk býr til list. Það er einmitt innblásturinn að umboðsskrifstofunni staður eða samfélag þar sem fólk kemur saman og vinnur að því sem skiptir þau máli.

Umboðsskrifstofan

Atelier Agency er umboðsskrifstofa sem starfar með áhrifavöldum og fyrirtækjum. Skrifstofan aðstoðar áhrifavalda við að sækja og viðhalda samstarfi við vörumerki og fyrirtæki á samfélagsmiðlum. Einnig er lögð áhersla á einstaklingsmiðaða þróun, markmiðasetningu og vöxt.

Fyrir frekari upplýsingar eða samstarf, má hafa samband í gegnum netfangið hello@atelieragency.is.

Áhrifavaldar

Guðmundur Birkir Pálmason

Guðmundur Birkir Pálmason er kírópraktor, áhrifavaldur, umboðsmaður og listmálari. Hann lauk námi í kírópraktík í Stokkhólmi og hefur frá upphafi lagt áherslu á fagmennsku og gæði í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur. Gummi hefur verið einn af leiðandi áhrifavöldum á Íslandi og er eigandi Atelier Agency, þar sem hann leiðir daglega starfsemi með það að markmiði að hjálpa áhrifavöldum ná sínum markmiðum og að byggja upp öfluga, skapandi og faglega umboðsskrifstofu fyrir áhrifavalda.

Instagram

Hafðu samband: