
Umboðsskrifstofan
Atelier Agency er umboðsskrifstofa sem vinnur með áhrifavöldum að sækja og viðhalda samstörfum fyrir samfélagsmiðla sína. Að sama skapi leggjum við áherslu á þróun hvers og eins ásamt því að aðstoða við markmiðasetningu og vöxt.
Innan Atelier Agency viljum við byggja upp samfélag áhrifavalda sem að styðja hvort annað. Við viljum einnig stækka áhrifavaldamarkaðinn með því að bjóða fólk velkomið sem er að stíga sín fyrstu skref og þannig gera bransann aðgengilegri og stuðla að þróun hans.
Við bjóðum einnig upp á ráðgjöf til fyrirtækja þegar kemur að því að vinna með áhrifavöldum ásamt því að aðstoða við að halda viðburði.
Ef þú hefur áhuga á því að slást í hópinn sendu okkur tölvupóst á kristjana@atelieragency.is

Stofnendur Atelier Agency
Kristjana Björk og Guðmundur Birkir, stofnendur Atelier Agency, eru með ólíkan bakgrunn en brenna bæði fyrir það að styðja fólk við að ná draumunum sínum.
Kristjana hefur starfað sem umboðsmaður Gumma frá því sumarið 2024 en í byrjun mars 2025 stofnuðu þau umboðsskrifstofuna Atelier Agency.

Kristjana Björk Barðdal
Kristjana Björk er bæði verkfræðingur og tölvunarfræðingur með mikin áhuga á fólki og samskiptum. Hún hefur lagt fyrir sig allskonar störf í gegnum tíðna. Allt frá því að starfa í hugbúnaðarþróun til þess að selja notaða ferðavagna. Kristjana hefur mikin áhuga á samfélagsmiðlum og tækni en hún hefur starfað sem umboðsmaður Gumma frá því í júlí 2024 og hlakkar til að stækka þá hlið með stofnun Atelier Agency.

Guðmundur Birkir Pálmason
Guðmundur sem er gjarnan kallaður Gummi Kíró er leiðandi kírópraktor, áhrifavaldur og listmálari sem sameinar þessi áhugamál á samfélagsmiðlum sínum. Hann lærði kírópraktík í Stokkhólmi og hefur síðan þá brennt fyrir því að vera einn sá besti í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur. Það er einmitt það sem Gummi stefnir að þegar kemur að Atelier Agency, vera ein af bestu umboðsskrifstofum í heimi.